Stilla gæði inná Plex appinu eða tölvu

Það er mikilvægt að stilla default quality á Plex. Ef þetta er ekki gert þá ert bæði þú að horfa á Plex í lélegum gæðum, þetta er líka verra fyrir þjóninn því að hann þarf að breyta efninu yfir í léleg gæði og senda svo til þín í staðin fyrir að þú streymir efninu beint til þín í upprunalegu gæðunum.

Tölva:

  1. Ef þú ert í tölvu/vafra smelltu á skiptilykilinn uppi hægra megin.

  2. Farðu undir “Quality”.

  3. Veldu “Maximum” undir “Internet Streaming Video quality”

Þessi mynd er úr vafra.

Apple TV og aðrir spilarar:

Ef þú ert á Apple TV, eða í Plex appinu í t.d. sjónvarpi ferðu í Settings og scrollar niður þar til þú finnur “Internet Streaming”. Settu það í “Maximum” eða “Original”

Þessi mynd er af Apple TV en þetta ætti að vera nokkuð svipað á flestum spilurum.

Þessi mynd er af Apple TV en þetta ætti að vera nokkuð svipað á flestum spilurum.
Þessi mynd er af Plex appinu í Samsung sjónvarpi

Last updated